Skip to main content
Kjaramál

Nýr stofnanasamningur á SAk

Í gær, 6. mars 2018, var undirritaður nýr stofnanasamingur Félags lífeindafræðinga og Sjúkrahússins á Akureyri. Töluverðar breytingar voru gerðar á samningnum, til þess var meðal annars nýtt fjármagn sem fylgdi bókun 6 úr miðlægum kjarasamningi. Tilgangur bókunar 6 er að draga úr mönnunar- og nýliðunarvanda stofnana og að lagfæra lægstu laun í stofnanasamningum. Einnig voru gerðar breytingar á mati á viðbótarmenntun til samræmis við gerðardóm frá árinu 2015. Viðbótarmenntun kemur því nú ofan grunnröðun starfs sem þrep en ekki sem flokkar eins og áður var. Við þessar breytingar getur verið að lífeindafræðingur lækki í flokki en hækki í þrepum. Enginn starfsmaður á þó að hafa lægri launasetningu í krónum eftir breytingar. Samninginn má finna hér: Stofnanasamn_FL_SAk_2018

Félagi lífeindafræðinga er kunnugt um að með þessum breytingum er orðin lítill munur á launasetningu nýútskrifaðra og reyndra lífeindafræðinga á SAk. Okkur er er einnig ljóst að þrátt fyrir töluverða hækkun dugir hún ekki til að koma launagreiðslum SAk að meðaltali félagsins. Fulltrúar félagsins ræddu þessa stöðu ítarlega við fulltrúa SAk og báðum aðilum er ljóst að betur má ef duga skal. Þessi samningur er skref í átt að því að SAk geti boðið lífeindafræðingum samkeppnishæf starfskjör, því takmarki hefur ekki verið náð.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-