Aðild að FL

Hér getur þú sótt um aðild að félaginu

Í lögum Félags lífeindafræðinga um aðild segir
II. KAFLI. AÐILD
3. GREIN

  1. Rétt til aðildar að félaginu hafa:  Þeir sem lokið hafa B.Sc prófi í lífeindafræði frá háskóla hér á landi eða hliðstæðum menntastofnunum. Rafræn beiðni um aðild að félaginu er gerð með því að smella á hnappinn hér að ofan. Senda þarf afrit af prófskírteini með umsókn.
  2. Nemar sem lokið hafa eins árs námi í lífeindafræði og eru ráðnir til
    tímabundinna rannsóknastarfa hafa rétt á aukaaðild. Aukaaðild lífeindafræðinema veitir full félagsleg réttindi að frátöldu kjörgengi.
  3. Lífeindafræðingar sem eru í öðrum störfum eða hættir störfum hafa rétt á fagaðild. Fagaðild felur í sér rétt til þátttöku um fagleg málefni stéttarinnar en ekki til ákvarðanatöku um stéttarfélagsleg málefni, svo sem kosningu samninganefndar eða stefnumörkun í kjaramálum.

Stjórn félagsins veitir nýjum félögum inngöngu í félagið

Starfsleyfi

Lífeindafræði er heilbrigðisvísindi og lífeindafræðingur er lögverndað starfsheiti.

Til að geta starfað sem lífeindafræðingur hér á landi þarf viðkomandi að hafa starfsleyfi frá Landlækni. Á heimasíðu landlæknisembættisins má finna upplýsingar um lög og reglugerðir um starfsréttindi heilbrigðisstétta ásamt umsókn um starfsleyfi. Starfsleyfi – Embætti landlæknis (landlaeknir.is)

Full aðild að félaginu þýðir stéttarfélagsaðild og fagaðild. Það felur í sér að mega sækja alla þá þjónustu til félagsins sem það veitir og taka þátt í allri starfsemi þess og ákvarðanatöku á auglýstum fundum. Stéttarfélagsaðildin er líka lykillinn að Bandalagi háskólamanna og sjóðum þess, þ.e.a.s. þeim sjóðum sem vinnuveitandi greiðir í fyrir félagsmanninn með sínu mótframlagi við félagsgjaldið, en þeir eru Starfsmenntunarsjóður, Orlofssjóður, Styrktarsjóður eða Sjúkrasjóður og Starfsþróunarsetur háskólamanna. Það þýðir einnig að félagsmaður getur fyrir milligöngu forystu félagsins leitað til Bandalagsins vegna ýmissa réttindamála um stuðning og upplýsingar.

Fagaðild að félaginu þýðir að fagaðili fær sendar allar upplýsingar sem félagið sendir út er varða fagmál og önnur mál sem snerta félagið í heild og heimild til að taka þátt í starfsemi félagsins og ákvarðanatöku á auglýstum fundum um allt sem varðar fagleg málefni.