Skip to main content
Fréttir

1. maí

Kæra félagsfólk

Gleðilegan 1. maí! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, höldum við baráttunni áfram fyrir bættum kjörum. Félag lífeindafræðinga hvetur lífeindafræðinga til að taka þátt í baráttudeginum en víðs vegar um landið eru haldnir baráttufundir og kröfugöngur.

Slagorð dagsins í ár er „Sterk hreyfing, sterkt samfélag.“

Dagskrá 1. maí

Reykjavík

Dagurinn hefst á því að hittast í Bíó Paradís, en þar munu félagsfólk aðildarfélaga BHM hrista sig saman og mynda tengsl. BHM býður upp á hamborgarar upp úr kl.11:30 og svo röltum við saman upp á Skólavörðuholt.

13:00 Göngufólk safnast saman á Skólavörðuholti
13:30 Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitar Svansins

Gengið verður frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem hátíðardagskrá hefst.

14:00 Hátíðardagskrá á Ingólfstorgi

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis halda ræður, og Bríet og Úlfur Úlfur taka lagið.

Akureyri

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið og dagskrá í HOFI

13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

  • Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna
  • Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
  • Ívar Helgason tekur lagið

Kaffihressing að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.

Selfoss

Kröfuganga hefst klukkan 11:00

Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna frá Austurvegi 56 að Hótel Selfoss þar sem að dagskrá og skemmtun fer fram.

  • Kynnir er Jónas Yngvi Ásgrímsson, frá VR
  • Ræðumaður verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Annar ræðumaður verður Klaudia Joanna Figlarska, nemandi í ML

Fríða Hansen ásamt Alexander Frey taka lagið.

Afrekshópur dansakademíunar kemur fram.

Fimleikadeild UMFS sér um andlitsmálun.

Kaffi, kökur og veitingar.

Borgarbyggð

14:30 – Baráttufundur í Hjálmakletti

Dalabyggð

13:30 – Dalabúð, Búðardal

Vopnafjörður

12:00 – Félagsheimilinu Miklagarði

Borgarfjörður eystri

12:00 – Álfheimar

Seyðisfjörður

12:00 – Félagsheimilinu Herðubreið

Egilsstaðir

12:00 – Hótel Hérað

Reyðarfjörður

12:00 – Heiðarbær

Eskifjörður

12:00 – Melbær

Neskaupstaður

12:00 – Hótel Hildibrand

Fáskrúðsfjörður

12:00 – Glaðheimum

Stöðvarfjörður

12:00 – Grunnskólanum Stöðvarfirði

Breiðdalsvík

12:00 – Hamar kaffihús

Djúpavogur

12:00 – Hótel Framtíð

Hornafjörður

12:00 – Heppa restaurant

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-