Starfsleyfi

Landlæknisembættið veitir starfsleyfi og sérfræðileyfi í lífeindafræði. Skilyrði fyrir útgáfu leyfis eru skilgreind og skýrð í reglugerð nr. 1132/2012 um menntun réttindi og skyldur lífeindafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi. Reglugerðin er sett samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn.

Nánri upplýsingar um starfsleyfi er að finna hér > Landlæknisembættið

Nánari upplýsingar um sérfræðileyfi er að finna hér >Landlæknisembættið