Sjóðir FL

Á vegum félagsins eru starfandi fjórir sjóðir og það eru

Vísindasjóður

Sem vinnuveitendur greiða í 1,5% af heildarlaunum félagsmanns og greiðist inn til félagsins. Þetta framlag er bókað á kennitölu hvers og eins og í byrjun árs eða í febrúar fá félagsmenn það sem greitt hefur verið inn á þeirra kennitölu frá 1. janúar til 31.desember þar á undan. Mikilvægt er að gæta þess að upplýsingar um bankanúmer séu rétt skráðar hjá félaginu til að úthlutun geti gengið fljótt og vel fyrir sig. Reyndar er það þannig að frá og með áramótum 2008/2009 eru ríkisstofnanir hættar að greiða í vísindasjóð fyrir sitt starfsfólk þar sem í síðustu samningum voru föst laun félagsmanna hækkuð um ákveðna fjárhæð en á móti voru greiðslur í vísindasjóð felldar niður.

Fræðslusjóður FL

Var áður svonefndur B-hluti Vísindasjóðs og rann þá ákveðið hlutfall af innborgunum vísindasjóðs í B-hlutann. Þessu hefur núna verið breytt þannig að Fræðslusjóður var stofnaður með inneign B-hlutans að höfuðstóli og í Fræðslusjóð rennur síðan ávöxtun hvers árs af Vísindasjóði auk þeirra innborgana sem ekki næst að úthluta af einhverjum ástæðum. Þessar ástæður geta verið þær að réttar upplýsingar um bankanúmer liggja ekki fyrir hjá félaginu og ekki hefur tekist að ná sambandi við viðkomandi félagsmann til að leiðrétta. Það getur líka verið vegna þess að greitt hefur verið í vísindasjóð félagsins fyrir einstaklinga sem ekki eru í félaginu eða hafa ekki sótt um aðild.  Starfsreglur vísinda- og fræðslusjóðs: Starfsreglur Vísindasjóðs fl

Sjóðurinn úthlutaði styrkjum einu sinni á ári en á aðalfundi 2017 var ákveðið að hægt væri að úthluta tvisvar á ári, í stað þess að umsóknarfrestur væri eingöngu til 1. mars ár hvert yrði hann 1. mars og 1. september ár hvert: umsóknareyðublað fræðslusjóður FL

Kjaradeilusjóður FL

Var stofnaður til stuðnings félagsmönnum í kjarabaráttu. Ákveðið hlutfall af félagsgjöldum rann í sjóðinn um árabil. Á aðalfundi 2006 var síðan ákveðið að hætta þessum framlögum í sjóðinn en láta hann standa áfram í þeirri góðu ávöxtum sem  hann hefur verið í undanfarin ár. Á aðalfundi 2011 var aftur ákveðið að hefja aftur greiðslur í Kjaradeilusjóð. Í verkfalli FL og annarra BHM félaga árið 2015 var settur á stofn Verkfallsjóður BHM og stóð kjaradeilusjóður FL undir öllum fjárhagslegum skuldbindingum Félags lífeindafræðinga vegna sjóðsins.  Reglur Kjaradeilusjóðs: reglur_fyrir_kjaradeilusjod_fl.pdf

Hvatningarsjóður FL

Var stofnaður á aðalfundi 2007 og er tilgangur sjóðsins að veita þeim lífeindafræðingum viðurkenningu og hvatningu sem skarað hafa fram úr á einhvern máta í námi í lífeindafræði og þannig styrkja tengsl Félags lífeindafræðinga við Geisla- og lífeindafræðiskor í Háskóla Íslands. Reglur Hvatningarsjóðs: Hvatningarsjóður FL

Sjóðir BHM

Vinnuveitandi greiðir framlag í ýmsa sjóði Bandalags háskólamanna og með því verður starfsmaður sjóðsfélagi í þeim sjóðum sem greitt er í.  Frekari upplýsingar um réttindi sjóðsfélaga má fá með því að smella á hlekkina hér á eftir: Orlofssjóður, Starfsmenntunarsjóður, Starfsþróunarsetur, Styrktarsjóður eða Sjúkrasjóður. Með því að smella á nöfnin farið þið beint inn á viðkomandi sjóði á síðu Bandalags háskólamanna. Athugið að munur er á Styrktarsjóði annars vegar og Sjúkrasjóði hins vegar. Sá fyrrnefndi er fyrir ríkisstarfsmenn, en sá síðarnefndi fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Félagsmenn eru aldrei í báðum þessum sjóðum.