Erlent samstarf

Félag lífeindafræðinga – Erlend samtök

nml2015
Félag lífeindafræðinga er aðili að Norðurlandasamtökum lífeindafræðinga NML

epbs
Evrópusamtökum lífeindafræðinga
EPBS

img_5267
Alþjóðasamtökum lífeindafræðinga
IFBLS

merki_fl_2

Í öllum þessum samtökum er enska notuð í öllum samskiptum, bæði í tal- og ritmáli.
Þá kallast Félag lífeindafræðinga:
The Icelandic Association of Biomedical Scientists – IABS
NML: Samstarf Norðurlandanna, ráðstefnur og styrkir og verðlaun

Innan Norðurlandasamtaka lífeindafræðinga NML, eru mikið samráð. Formenn og aðrir fulltrúar félaganna hittast reglulega á NML fundum, sem eru einu sinni á ári, en ekki síður í lok hverrar einustu ráðstefnu og funda sem við sækjum öll, til dæmis á eftir EPBS fundi og í tengslum við IFBLS ráðstefnur. Á milli funda hafa Norðurlandafélögin talsverð samskipti með tölvupósti. NML samstarfið er nær algjörlega faglegt og beinist að samræmingu á námi lífeindafræðinga á Norðurlöndum, löggildingu, vottun, alls kyns gæðamálum, lögum, reglugerðum, siðareglum og alls konar málum sem koma upp á faglega sviðinu. NML safnar sérstökum sjóði, NML Award sjóðnum, sem hvert félag innan NML greiðir í 1 sænska krónu á félagsmann á ári. Þessi sjóður er ætlaður til að styrkja fulltrúa fátækra þjóða til að komast á alþjóðaráðstefnu IFBLS, en undanfarin ár hefur sjóðurinn einnig staðið fyrir verðlaunum fyrir besta veggspjald á NML ráðstefnu. Sérstök Siða- og samskiptanefnd hefur starfað hjá NML félögunum í nokkur ár og hefur það samstarf verið áhugavert.

European Association for Professions in Biomedical Science

EPBS, er suðupottur þar sem saman koma formenn og fulltrúar ýmissa félaga lífeindafræðinga frá Evrópuþjóðum og er bannað hafa fleiri en eitt félag frá hverju landi. Þar er unnið er grimmt að því að fastsetja viðmið fyrir löggildingu og starfsleyfi lífeindafræðinga í Evrópu. Markmiðið er að nám í einu landi Evrópu dugi til að sækja um ráðningu í öllum hinum löndunum innan EPBS. Félagið er skráð í Brussel og verkefnin eru sniðin fyrir Evrópusamfélag EU.

Náðst hefur fram lágmarkskrafa um 3 ára menntun á háskólastigi, en miðað er við að farið verði eftir Bologna samþykktinni og að viðmiðið verði 4 ár eins og hér á Íslandi. Þetta er mikil krafa þegar þess er gætt að t.d. Spánverjar eru með 7 ára menntun en sumar þjóðir eru ekki einu sinni með námið á háskólastigi og þá stundum bara í tvö ár. Þá eru lífeindafræðingarnir eingöngu menntaðir í hluta af verksviði okkar, eins og við vorum fyrir 30 árum. Félög sem eru með aðild í EPBS fara heim til sinna ráðuneyta og krefjast sambærilegrar menntunar. Þetta gengur hægt, en það hefst með samvinnu.

International Federation of Biomedical Laboratory Science

Aþjóðasamtökin eru fjölþjóðleg samsteypa félaga og hópa, hvaðan sem er á Jörðinni. Samsteypan var stofnuð í Sviss og hafa ráðist í það meka verkefni að finna samhljóm milli lífeindafræðinga sem starfa við ólík skilyrði og hafa mismikla von um menntun en sinna rannsóknum á mannfólki og þeim kvillum sem að því steðja. Slagorð okkar er:

Lífeindafræði – Lykill að lækningu!

lykill_ad_laekningu 

En það er fengið beint frá IFBLS sem eiga slagorðið

THE KEY TO THE CURE SINCE 1954

IFBLS, alþjóðasamtökin sem við erum ekki bara aðilar að heldur höfum átt þar forseta, Mörthu Á. Hjálmarsdóttur, vinna að sameiginlegu mati á vottun og gæðamálum. Starf þeirra er unnið til styrkingar á ímynd stéttarinnar með kynningum og við eigum okkar alþjóðadag: 15. apríl. Á alþjóðadegi lífeindafræðinnar er markmið okkar að kynna okkur svo að stéttin verði sýnilegri.