Skip to main content
Kjaramál

Nýr stofnanasamningur undirritaður við LSH

Samstarfsnefnd FL og LSH undirritaði í gær, þann 5. mars 2018, breytingar á stofnanasamningi aðila. Þær breytingar sem gerðar voru byggja á sérstöku átaki tengdu bókun 6 í miðlægum kjarasamningi sem undirritaður var í febrúar síðastliðnum. Tilgangur bókunar 6 er að draga úr mönnunar- og nýliðunarvanda stofnana og að lagfæra lægstu laun í stofnanasamningum. Breytingarnar sem nú eru gerðar tengjast 3ja kafla samnings og ná til starfaflokka A-C. Aðrir kaflar samnings haldast óbreyttir. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á grunnröðun starfa:

Lífeindafræðingur A-B:       7.0
Lífeindafræðingur C:        7.1-7.2

Launasetning vegna sólarlags/ótilgreinds þreps (eitt þrep) gengur upp í hærri grunnröðun sé slíkt fyrir  hendi í röðun starfsmanns. Breytingin er afturvirk frá 1.janúar 2018 og munu leiðréttingar vegna breytinga væntanlega koma til greiðslu um næstu mánaðarmót mars/apríl 2018. Breytingar á launaröðun eru framkvæmdar miðlægt á mannauðssviði Landspítala en allir starfsmenn sem fyrrgreindar breytingar hafa áhrif á munu fá afhent skýringarbréf sem sýnir áhrif þessa samnings á launasetningu þeirra.

Við hjá Félagi lífeindafræðinga fögnum þessum samningi, það hefur verið stefna Samninganefndar félagsins um langt skeið að einbeita sér að hækkun grunnlauna og að færa sólarlagsákvæði inn í grunnlaunasetningu starfa. Við teljum þetta eitt skref á þeirri vegferð. Við munum leggja til samskonar breytingar á starfaflokkum D og E um leið og við sjáum tækifæri til þess, þ.e. þegar okkur hefur tekist að grafa upp aura í slíkt verkefni. Við vonumst til þess að þessi samþjöppun sem nú er orðin nýtist okkur sem vogarafl á þeirri vegferð.  Nýjan stofnanasamning má sjá hér: Stofnanasamningur FL_LSH mars 2018

 

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-