Skip to main content
Kjaramál

Nýr stofnanasamningur undirritaður við LSH

Samstarfsnefnd FL og LSH undirritaði í gær, þann 5. mars 2018, breytingar á stofnanasamningi aðila. Þær breytingar sem gerðar voru byggja á sérstöku átaki tengdu bókun 6 í miðlægum kjarasamningi sem undirritaður var í febrúar síðastliðnum. Tilgangur bókunar 6 er að draga úr mönnunar- og nýliðunarvanda stofnana og að lagfæra lægstu laun í stofnanasamningum. Breytingarnar sem nú eru gerðar tengjast 3ja kafla samnings og ná til starfaflokka A-C. Aðrir kaflar samnings haldast óbreyttir. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á grunnröðun starfa:

Lífeindafræðingur A-B:       7.0
Lífeindafræðingur C:        7.1-7.2

Launasetning vegna sólarlags/ótilgreinds þreps (eitt þrep) gengur upp í hærri grunnröðun sé slíkt fyrir  hendi í röðun starfsmanns. Breytingin er afturvirk frá 1.janúar 2018 og munu leiðréttingar vegna breytinga væntanlega koma til greiðslu um næstu mánaðarmót mars/apríl 2018. Breytingar á launaröðun eru framkvæmdar miðlægt á mannauðssviði Landspítala en allir starfsmenn sem fyrrgreindar breytingar hafa áhrif á munu fá afhent skýringarbréf sem sýnir áhrif þessa samnings á launasetningu þeirra.

Við hjá Félagi lífeindafræðinga fögnum þessum samningi, það hefur verið stefna Samninganefndar félagsins um langt skeið að einbeita sér að hækkun grunnlauna og að færa sólarlagsákvæði inn í grunnlaunasetningu starfa. Við teljum þetta eitt skref á þeirri vegferð. Við munum leggja til samskonar breytingar á starfaflokkum D og E um leið og við sjáum tækifæri til þess, þ.e. þegar okkur hefur tekist að grafa upp aura í slíkt verkefni. Við vonumst til þess að þessi samþjöppun sem nú er orðin nýtist okkur sem vogarafl á þeirri vegferð.  Nýjan stofnanasamning má sjá hér: Stofnanasamningur FL_LSH mars 2018