
AÐALFUNDUR Félags lífeindafræðinga 2011 var haldinn föstudaginn 15. apríl sl. Góð stemming var á fundinum. Mjög litlar breytingar voru hjá stjórn og nefndum. Einn fulltrúi, Sunna K. Gunnarsdóttir sem hefur gegnt starfi gjaldkera gekk úr stjórn og í stað hennar kom Kristín Mjöll Kristjánsdóttir. Hlutfall félagsgjalda var hækkað úr 1,4% af dagvinnulaunum í 1,5% ákveðið var þessari hækkun yrði varið til styrktar Kjaradeilusjóði á þeim óvissutímum sem nú eru. Fundarmenn gáfu sér góðan tíma til að staldra við eftir fundinn, njóta veitinga og spjalla.