Skip to main content
Fagmál

Verðlaun fyrir vísindaveggspjald

By október 30, 2007nóvember 15th, 2018No Comments

Steinunn Matthíasdóttir, lífeindafræðingur fékk önnur verðlaun fyrir vísindaveggspjaldið: Vinnsla stofnfrumna fyrir háskammta-lyfjameðferð á Íslandi 2003-2006 á Norðurlandaráðstefnu lífeindafræðinga NML2007 í Helsinki 4.-6. okt. sl.

Verðlaunin heita:
Second prize of the NML poster award.
og á ensku heitir veggspjaldið:
Processing of hematopoietic stem cells used for autologous transplantation, three years experience in Iceland .
Hægt er að sjá veggspjaldið í heild með því að smella hér. Verdlaunaposter_steinunnar_matth.ppt
Matthíasdóttir SJ 1) ,Thorsteinsson L 1) , Hilmarsson B 1) , Guðmundsson KO 1) , Sigurjónsson ÓE 1) , Guðmundsdóttir E 1) , Karlsdóttir S 1) , Rúnarsson G 2) , Reykdal S 2) , Vidarsson B 2) Steingrímsdóttir H 2) , Sævarsdóttir T 2) , Jónsson T 1) , and Gudmundsson S 1 )

The Blood Bank 1) and the Department of Hematology 2) , National University Hospital, Reykjavík, Iceland.

High dose chemotherapy followed by autologous stem cell (CD34) support has been used since the beginning of 1980´s to treat patients with different malignant diseases,
mainly of lymphoproliferative origin. During the period 2004-2006, 48 patients (28 with lymphoma, of them five with Hodgkins disease, 18 with myelomatosis and two with leukemia) have started this type of treatment at the National University Hospital in Iceland. After treating the patients with cytotoxic drugs, the mobilization of stem cells from the bone marrow to the blood was induced with G-CSF. Two mobilizations were necessary (second with vepeside) in seven patients. Mobilization failed in three patients. The total number of harvests performed was 113 from 45 patients (mean: 2,5, range 1-5). The mean CD34 cell number was 9,0×10 6 /kg (3,0×10 6 /kg-31,0×10 6 /kg). Good correlation was found between the CD34 cell number and the number of colony forming units granulocyte-macrophage (CFU-GM). The cells were frozen in 10% DMSO in a controlled rate programmed freezer and kept in a liquid nitrogen container. Thirty three patients have been reinfused. The total CD34 cell number determined before freezing was compared with the number of viable cells after thawing. It was performed by a flow cytometric analysis including triple staining with anti-CD34, anti-CD45 and the viability marker 7-actinomycin D (7-AAD). All the reinfused patients received > 2,0 x 10 6 /kg of CD34 cells . Neutrophil counts of 0,5×10 9 /L and platelets counts of 20×10 9 /L were achieved at day 9-13 and day 11-21 respectively. These findings are comparable to results from other studies on autologous stem cell transplantations in the Nordic countries.

Vinnsla stofnfrumna fyrir háskammtalyfjameðferð á Íslandi 2003-2006.

Steinunn J. Matthíasdóttir 1) , Leifur Þorsteinsson 1) , Björgvin Hilmarsson 1) ,Kristbjörn Orri Guðmundsson 1) , Ólafur E Sigurjónsson 1) , Erna Guðmundsdóttir 1) , Svala Karlsdóttir 1) , Guðmundur Rúnarsson 2) , Sigrún Reykdal 2) , Brynjar Viðarsson 2) Hlíf Steingrímsdóttir 2) , Þórunn Sævarsdóttir 2) ,Þorbjörn Jónsson 1) , og Sveinn Guðmundsson 1)
Blóðbankinn 1) og blóðlækningadeild Landspítalans 2) , Landspítali háskólasjúkrahús (LSH), Reykjavík. E-póstur: [email protected]
Inngangur
Háskammtalyfjameðferð með stofnfrumustuðningi þar sem frumur eru einangraðar frá sjúklingi (autologous) í sjúkdómshléi (remission), hefur verið hratt vaxandi meðferðarform gegn ýmsum illkynja sjúkdómum frá upphafi níunda áratugarins. Frumurnar eru ýmist einangraðar úr beinmerg eða blóði eftir tilfærslu úr merg í blóð. Fyrsta söfnun og vinnsla af þessu tagi var framkvæmd á LSH í desember 2003.

Markmið
Markmiðið er að draga saman niðurstöður stofnfrumuvinnslunnar fyrstu þrjú ár starfseminnar á LSH. Í lok árs 2006 höfðu 48 sjúklingar hafið meðferð, 29 með eitlakrabbamein (lymphoma), þar af sex með Hodgkins sjúkdóm, 16 með mergfrumuæxli (multiple myeloma) og þrír með hvítblæði. Tilfærsla á stofnfrumum (CD34+) úr merg í blóð var gerð með frumuvaxtaþætti (G-CSF) eða vebeside að undangenginni meðferð með frumuhemjandi lyfjum. Stofnfrumum var safnað með blóðskiljunarvél (apheresis). CD34+ frumur voru taldar með frumuflæðissjá. Fjöldi lifandi frumna (viability) var ákvarðaður með 7-AAD.

Niðurstöður
Frá sjúklingunum 46 þar sem tilfærsla tókst var safnað 114 sinnum, meðaltal 2,5 (1-5). Meðalheildarfjöldi CD34+ frumna sem tókst að safna frá hverjum sjúklingi var 9,0×10 6 /kg (3,0×10 6 /kg-31,0×10 6 /kg). Þrjátíu og þrír sjúklingar hafa fengið sínar frumur til baka að hluta eða öllu leyti. Allir fengu lifandi CD34+ frumur, ≥2,0×10 6 /kg, sem er það lágmark sem fjölmargir rannsóknarhópar leggja til viðmiðunar svo að rótun (engraftment) verði í beinmergnum. Hjá öllum sjúklingunum varð rótun (fjöldi hvítfrumna mælist ≥0,5×10 9 /L), svo skjótt sem 12-14 dögum eftir ígræðslu. Á sama hátt var fjöldi á blóðflögum komin upp í ≥25,0×10 9 /L á 15-17 dögum eftir ígræðslu.

Ályktanir
Á fyrstu þremur árum starfseminnar hefur verið safnað stofnfrumum hjá 46 sjúklingum. Að meðaltali þurfti að safna 2,5 sinnum hjá hverjum sjúklingi. Söfnun stofnfrumna hjá sjúklingum sem fá háskammtameðferð er vaxandi meðferðarform hér á landi. Fyrstu niðurstöður benda til árangurs í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.

Steinunn J Matthíasdóttir
Lífeindafræðingur / Biomedical Scientist
Blóðbankinn v/Barónstig

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-