Skip to main content
Fagmál

Lífeindafræðingum með meistaragráðu fjölgar

By október 23, 2007nóvember 15th, 2018No Comments

Hanna S Ásvaldsdóttir lífeindafræðingur lauk meistaragráðu í perfusion (Master of Cardiovascular Technology) frá Háskólanum í Árósum 15. júní sl.

Hópurinn sem útskrifaðist þá var sá fyrsti sem útskrifast með meistaragráðu.

Perfusion starfið felst aðallega í stjórnun á hjarta-og lungnavél sem notuð er við opnar hjartaaðgerðir. Einnig eru margskonar hjálpardælur og gervilungu sem létta álag á veik hjörtu og lungu í umsjá perfusionista. Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi, nýjungar og tækniframfarir alltaf á döfinni.

Námið sem hófst í september 2005 fór fram í The Scandinavian School of Cardiovascular Technology Skejby sjúkrahúsi í Árósum Danmörku og voru nemendur 15 frá 4 norðurlöndum.
Bóklega námið fór fram í Árósum og samanstóð af þremur 6 vikna kúrsum sem öllum lauk með prófum en verklega námið fór fram hér heima á Íslandi ásamt að hluta til erlendis. Í bóklega náminu var m.a. lífeðlisfræði, myndgreining, lífefnafræði, tækjafræði, efnafræði, skurðtækni, vísindavinna og perfusion tækni.

Inntökuskilyrði í námið var BS háskólagráða eða sambærileg menntun í lífeindafræði hjúkrunarfræði, verkfræði, læknisfræði, efnafræði, líffræði eða lífeðlisfræði og amk 2ja ára starf í viðkomandi fagi. Náminu lauk síðan með vísindaverkefni og MS ritgerð sem unnið var hér heima með leiðbeinendur frá Íslandi og Danmörku.

Ritgerðin nefnist “Whole Blood Thromboelastometry for evaluating the Effect of Hemostatic Agents post Cardio-Pulmonary Bypass”. Hún fjallar um hvernig nota má myndræna aðferð til mælingar á blóðstorku og meta þannig áhrif storkuhvetjandi efna, sem sett voru út í blóðsýni sjúklinga strax að lokinni hjartaaðgerð.

Hanna starfar sem perfusionisti á Landspítala , hjarta-og lungnaskurðdeild og við óskum henni hjartanlega til hamingju með árangurinn.