Skip to main content
Nemar

Um námið

By október 9, 2008nóvember 15th, 2018No Comments

Ekki alls fyrir löngu sendi Martha A. Hjálmarsdóttir, lektor, okkur lítið bréf til að upplýsa okkur um gang mála varðandi nám lífeindafræðinga í H.Í. Okkur þótti það eiga erindi til félagsmanna og fylgir það hér fyrir neðan.

Martha er umsjónarmaður námsleiðar í lífeindafræði og formaður geisla- & lífeindafræðiskorar, læknadeildar Háskóla Íslands:

Heil og sæl

Það er mér mikil ánægja að segja ykkur frá því að nú er geisla- og lífeindafræðiskor flutt að Stapa og fer kennsla í lífeindafræði fram þar, auk þess sem nemendur sækja starfsnám, kynningu og rannsóknaverkefni á rannsóknadeildir Landspítalans og til annarra samstarfsaðila.

Stapi hýsti áður Félagsstofnun stúdenta og bóksöluna (húsið við hliðina á Þjóðminjasafninu), en núna okkar skor ásamt sjúkraþjálfun og lýðheilsu. Þar höfum við mjög góðar kennslurannsóknastofur þar sem jafnframt er möguleiki á fyrirlestahaldi þannig að við höfum enn meira svigrún til fjölbreytni í kennslu en áður hefur verið.

Fyrstu nemendurnir hófu framhaldsnám innan skorarinnar og byrja þau í diplómanámi. Með diplómapróf í lífeindafræði geta nemendur okkar öðlast starfsleyfi sem lífeindafræðingar og gagnast námið þeim jafnframt sem fyrra árið í meistaranámi ef þeir svo kjósa og uppfylla kröfur um námsárangur. Framhaldsnámið er unnið í nánu samstarfi við rannsóknanámsnefnd sem fer með málefni rannsóknatengds náms við læknadeild og er það hluti af því eins og annað framhaldsnám innan deildarinnar. Það má geta þess að við erum fyrst Norðurlandanna til að bjóða upp á svo fjölbreytt framhaldsnám í lífeindfræði.

Bestu kveðjur
Martha

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-