Skip to main content
Kjaramál

Stuðningsyfirlýsing frá FLOG

By apríl 20, 2015desember 16th, 2016No Comments

Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands, FLOG, vill lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu lífeinda-og geislafræðinga um bætt kjör.

Við sem nemendur og framtíð starfsgreinanna vonumst til að þessi kjarabarátta leiði til þess að þeim verði boðin laun í samræmi við menntun og starfsábyrgð.

Langvarandi skeytingarleysi stjórnvalda í garð stéttarinnar hefur haft mikil áhrif á starfandi lífeinda-og geislafræðinga og ekki síður á nemendur á námsbraut lífeinda-og geislafræði. Nú þegar hefur fjöldi nemenda frá horfið vegna ástandsins og með þessu áframhaldi mun verða skortur á því hæfa fólki sem sinnir mikilvægu starfi innan heilbrigðiskerfisins.

Við vonumst til að leiðrétt og bætt kjör efli nemendur í að klára nám sitt og stígi út á vinnumarkaðinn með tilhlökkun og metnað í farteskinu.

Við viljum leggja okkar af mörkum að gera heilbrigðiskerfið að því besta sem völ er á, en boltinn er hjá stjórnvöldum.

Nemendur vilja þakka þeim sem heyja baráttuna fyrir stéttina og framtíð hennar.

 

Fyrir hönd FLOG,

Stefanía Ásgeirsdóttir formaður.