Skip to main content
Fréttir

Samningur við Starfsmennt fræðslusetur – opinberi markaðurinn

By janúar 23, 2024No Comments

Starfsmennt og Starfsþróunarsetur háskólamanna gerðu í lok september með sér samning sem heimilar félagsfólki aðildarfélaga BHM, sem á rétt hjá Starfsþróunarsetrinu og starfar hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum, að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar.

Samningurinn heimilar félagsfólki þeirra aðildarfélaga BHM, sem aðild eiga að STH að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar án þess að ganga á einstaklingsrétt viðkomandi í STH.

Með samningnum er stigið skref í auknu samstarfi í þágu eflingar starfsfólks og vinnustaða um land allt og mun samstarfið meðal annars auðvelda stofnunum enn frekar að sinna fræðslu starfsfólks á skipulagðan og markvissan hátt.

Sjá nánar á vefsíðu BHM