Skip to main content
Fréttir

Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

By febrúar 15, 2024febrúar 21st, 2024No Comments

Í dag var birt sameiginleg yfirlýsing frá 22 stéttarfélögum þar sem háskólamenntað starfsfólk er í meirihluta. Yfirlýsingin er áminning um hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og er úrbóta krafist.

Félag Lífeindafræðinga er á meðal þessara 22 stéttarfélaga.

„Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Háskólamenntaðir hafa setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun launa á vinnumarkaði. Samþjöppun tekna á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu.

Ljóst er að það stefnir í mikinn skort á sérhæfðu starfsfólki til að mæta þörfum atvinnulífsins Hlutfall ungsfólks á Íslandi sem hefur lokið háskólanám i er langt undir meðaltali OECD ríkja V ið því verður að bregðast. Sé ekki gripið til aðgerða mun ávinningur af háskólamenntun minnka enn frekar. Þá er líklegt að háskólamenntaðir sæki meira í störf í löndum þar sem eftirspurn er eftir færni þeirra og lífskjör háskólamenntaðra eru betri en á Íslandi.“