Kosningu um kjarasamning Félags Lífeindafræðinga við ríki lauk nú á hádegi 18. apríl. Hlutfall þeirra sem greiddu atkvæði með samningnum var 94,26% og telst hann því samþykktur. Ágæt þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og tóku 53% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt afstöðu til samningsins.
Samningurinn tekur því gildi frá og með 1.apríl síðastliðnum líkt og kynnt hefur verið.