Skip to main content
Fréttir

Breyting á úthlutnarreglum Styrktarsjóðs BHM

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023.

Líkt og áður hefur verið rakið voru útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkradagpeninga síðastliðið ár langt umfram svartsýnustu spár. Af þeim sökum ákvað stjórn að frá og með 1. maí 2022 yrðu sjúkradagpeningar ekki greiddir lengur en í 6 mánuði í stað 8 áður. Frá 15. nóvember 2022 var svo stigið annað skref til að rétta frekar úr halla sjóðsins og sjúkradagpeningar þaðan af greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða.

Þó jákvæðra áhrifa þessa breytinga á fjárhagsstöðu sjóðsins sé farið að gæta er ljóst að þær munu ekki duga til að rétta við hallarekstur sjóðsins. Stjórn hefur farið rækilega yfir þær leiðir sem eru færar, með skyldur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá að leiðarljósi og þau útgjöld sem hver styrkflokkur sjóðsins felur í sér.

Er það því ákvörðun stjórnar að fella niður styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, sem og styrk vegna tannviðgerða. Þá lækkar upphæð fæðingarstyrks í 175.000 kr. úr 200.000 kr.

Þessar breytingar mæta þeirri þörf sem fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir.

Allar umsóknir sem berast frá og með 1. apríl munu því taka mið af þeim reglum sem þessar breytingar fela í sér.

Sé barn fætt fyrir 1. apríl 2023 þarf umsókn um fæðingarstyrk að berast fyrir 1. apríl svo fæðingarstyrkur verði 200.000 kr.

Sjá nánar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-