Skip to main content
Kjaramál

Nýr stofnanasamningur á HVE

By apríl 23, 2018No Comments

Í dag, 23. apríl 2018, var undirritaður nýr stofnanasamingur milli Félags lífeindafræðinga og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE). Töluverðar breytingar voru gerðar á samningnum, til þess var meðal annars nýtt fjármagn sem fylgdi bókun 6 úr miðlægum kjarasamningi. Tilgangur bókunar 6 er að draga úr mönnunar- og nýliðunarvanda stofnana og að lagfæra lægstu laun í stofnanasamningum. Með þessum samningi var einnig útfært það fjármagn sem fylgdi gerðardómi árið 2015 en það hafði ekki verið úrfært á stofnuninni. Viðbótarmenntun kemur því nú ofan grunnröðun starfs sem þrep en ekki sem flokkar eins og áður var. Við þessar breytingar getur verið að lífeindafræðingur lækki í flokki en hækki í þrepum. Enginn starfsmaður á þó að hafa lægri launasetningu í krónum eftir breytingar. Samninginn má finna hér: Stofnanasamn_FL_HVE_23.04.2018

Eftir undirritun þessa samnings hefur FL nú lokið við að útfæra það fjármagn sem samið var um í bókun 6 í síðasta miðlæga kjarasamningi og er það fagnaðarefni að það hefur gengið fljótt og vel fyrir sig, sérstaklega í ljósi þess að fjármagni sem fylgdi gerðardómi árið 2015 hefur enn í dag ekki verið úthlutað á öllum stofnunum ríkisins.