Skip to main content
Fréttir

Kjarasamningur Félags lífeindafræðinga við ríkið samþykktur

By júní 24, 2020No Comments

Kjarasamningur Félags lífeindafræðinga við ríkið samþykktur

Mikill meirihluti félagsmanna Félags lífeindafræðinga (FL) samþykkti samninginn sem var undirritaður þann 5 júní síðastliðinn. Niðurstaða atkvæðagreiðslu FL um nýgerðan kjarasamning við ríkið fór þannig að tæp 78% samþykktu hann, tæp 22% höfnuðu honum.

Atkvæðagreiðslan sem var rafræn og lauk á hádegi mánudaginn 22. júní. Á kjörskrá voru 207 og greiddu atkvæði 149. Kosningaþátttaka var því tæp 72% og niðurstaðan sú að 113 samþykktu hann, 32 höfnuðu honum og 4 skiluðu auðu.