Skip to main content
Fréttir

Heimild til frestunar á niðurfellingu orlofs framlengd um ár

Náðst hefur samkomulag milli opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna um að framlengja heimild til frestunar á niðurfellingu orlofs um eitt ár, eða til 30. apríl 2024.

Fresturinn er veittur vegna utanaðkomandi aðstæðna á samningstímanum. Orlofið getur að hámarki verið 60 dagar. Eftir 30. apríl 2024 fellur eldra orlof niður.

Vinnuveitandi ber ábyrgð á að skipuleggja orlofstöku starfsfólks síns að teknu tilliti til óska þess eins og unnt er vegna starfseminnar.

Sjá nánar tilkynningu hér ríkið