Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur FL 2023 verður 23. mars kl. 16:30

Stjórn FL boðar til aðalfundar Félags lífeindafræðinga

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2023 — kl. 16.30.
Óskað er eftir skráningu á fund vegna magns veitinga og áætlaðs fjölda þátttakanda í fjarfundi.

Skráning á Aðalfund er á slóð: https://forms.gle/xjtLhieoBvvoA6QUA

Fundurinn er haldinn í Borgartúni 6, 105 Reykjavík 4. hæð og í fjarfundi.
Slóð á fjarfund verður send út daginn fyrir fund.

Dagskrá aðalfundar
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar félagsins
4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
5. Kosning stjórnar, nefnda og skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.

Hvetjum ykkur kæra félagsfólk til að fjölmenna og taka virkan þátt í starfi félagsins okkar.
Aðalfundagögn verða sett inn ekki seinna en mánudaginn 20. mars 2023 á lokað svæði félagsmanna.

Lagabreytingar félagsins:
Tillaga um lagabreytingu sem barst fyrir 15 febrúar 2023 má finna á innri vef  „Samanburður á gildandi lögum og tillögu til breytinga laga, lagt fyrir á Aðalfundi FL 2023“