Skip to main content
Fréttir

Haustfundur FL fimmtudaginn 13. október 2022

By september 28, 2022No Comments

Haustfundur Félags lífeindafræðinga

Fimmtudaginn 13. október 2022 kl. 16:30 að Borgartúni 6, Reykjavík og á zoom

Dagskrá fundar:

 1. Setning
 2. Klukkan 16:30 verður kynning á kjarakönnun BHM með tilliti til félagsmanna FL stöðu í kjara- og stofnanasamningsmálum FL
  1. Spurningum svarað
 3. Kjör samninganefndar FL
  Formaður félagsins á fast sæti í samninganefnd félagsins, önnur sæti er kosið um á haustfundi. Eftirfarandi hafa nú þegar gefið kost á sér til starfa í samnninganefnd:
  Freyja Valsdóttir, Sýkla- og veirufræðideild LSH
  Heiða Sigurðardóttir, Tilraunastöð Háskólans að Keldum
  Inga Stella Pétursdóttir, SAk
  Til vara,
  Arna Auður Antonsdóttir, rannsóknarkjarna LSH

Í samninganefnd þurfa að vera 3-7 fulltrúar. Best er ef fulltrúar í samninganefnd koma frá mismunandi stofnunum og því hvetjum við þá sem hafa brennandi áhuga á kjaramálum að bjóða sig fram. Framboð sendist á netfangið [email protected]

 1. Önnur mál
 2. Eitthvað létt og skemmtilegt – uppistand og /eða tónlist

 

Léttar veitingar og spjall að loknum fundi