
Lizette Cinco Marchadesch lífeindafræðingur og starfsmaður Rannsóknarkjarna í Fossvogi var með kynningu á mastersverkefni sínu á alþjóðaráðstefnu IFBLS í Kóreu á dögunum.
Lizette vann til verðlauna á ráðstefnunni fyrir framúrskarandi kynningu (KAMT Outstanding Poster Award).
FL óskar henni til hamingju með árangurinn. Lizette hlaut styrk úr Fræðslusjóð FL vegna kynningarinnar.