Staðið hefur yfir atkvæðagreiðsla vegna endurnýjunar kjarasamnings FL við fjármálaráðherra. Með samningnum fylgir yfirlýsing þriggja ráðherra um umbætur í heilbrigðiskerfi landsmanna. Félagsmenn samþykktu samninginn og voru úrslit atkvæðagreiðslu eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 225 félagsmenn.
Atkvæði greiddu 154 félagsmenn eða 68,4%, atkvæði skiptust þannig:
Samþykkt: 109 – 70,8%
Hafnað: 35 – 22,7%
Auð: 10 – 6,5%
Meðfylgjandi fréttinni er samningurinn og yfirlýsing frá ráðherrum. Samninginn má einnig finna undir flipanum kjaramál hér á heimasíðunni.