Skip to main content
Kjaramál

Dómsmál – Fullnaðar sigur

By ágúst 18, 2011nóvember 15th, 2018No Comments

FL gegn FSA

Haft var samband við mig s.l. haust frá FSA, en þá var stjórn spítalans búin að senda bréf á lífeindafræðinga og þeim tilkynnt með 3ja mánaða fyrirvara að útkallskerfi yrði breytt þannig að frá og með 1. október myndu útköll skarast.

Við funduðum með starfsmannastjóra FSA og í framhaldi var sent bréf til hans þar sem gjörningi þessum var mótmælt.

Eftir mjög stuttan tíma fékk ég kurteisislegt bréf þar sem starfsmannastjóri FSA segir að staðið verði við fyrri ákvörðun.
Mér líkaði þetta ekki alls kostar og lagði fyrir stjórn beiðni um samþykki fyrir málsókn á hendur FSA. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Lögmannastofan Mandat tók málið að sér. Fyrst var málið tekið fyrir í desember 2010 en þá var því vísað frá vegna formgalla sem lögmaður okkar og ég vorum sammála um að væri enginn. Síðan var málið tekið fyrir aftur í maí í vor og tók Félagsdómur sér 3-4 vikur til að kveða upp dóminn.

Miðvikudaginn 8. júní hringdi svo lögmaðurinn í mig og tilkynnti mér það að við hefðum unnið fullnaðarsigur í málin og fengjum kr. 300.000 upp í málskostnað sem Ríki/FSA þarf að greiða.

Það næsta sem fréttist var að skriffinnar á FSA væru farnir að reikna afturvirkt það sem tapast hafði vegna útkalla á tímabilinu og voru það allt frá 40 og uppí 100 tímar á einstakling.

Dómurinn verður áfram aðgengilegur í fullri lengd á heimasíðu félagsins (innri vefnum) þar má lesa um málatilbúnað, niðurstöður og dóminn.

Meðan fréttin verður uppi höfum við dóminn líka hér í pdf.skjali:

Domur_FL_gegn_FSA_8__juni_2011.pdf

Arna A. Antonsdóttir
formaður