Skip to main content
Fréttir

Ályktun stjórnar FL vegna myglu í húsum 6 og 7 á Landspítala.

By apríl 26, 2017maí 4th, 2017No Comments

Frá stjórnarfundi FL þann 26.04.2016

Stjórn Félags lífeindafræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum vegna heilsu lífeindafræðinga og annarra sem starfa í rannsóknarhúsum 6 og 7 á Landspítala. Húsin hýsa hluta Sýkla- og veirufræðideildar og litningarannsóknir en þau voru byggð til bráðabirgða árið 1976. Nýleg úttekt Landspítala sýnir fram á að húsin eru svo illa farin af myglu og raka að jafna verður þau við jörðu og byggja ný. Þann 21. mars kemur fram í pistli forsjóra Landspítala, Páls Matthíassonar, að búið sé að stofna starfshóp sem finna á viðunandi lausn á málinu og það eigi að gerast með hraði og fögnum við því mjög að Landspítali sé að vinna að lausn á málinu. Það er hins vegar ekkert launungarmál að lengi hefur verið vitað um myglu í húsnæðinu og enn hefur ekki fundist lausn þó vandinn hafi verið þekktur um langa hríð. Við skorum því á Landspítala að gera það að algjöru forgangsverkefni að gera viðunandi úrbætur á starfsaðstöðu þeirra sem starfa í húsum 6 og 7 hjá Landspítala.