Skip to main content
Fréttir

Ályktun stjórnar FL vegna myglu í húsum 6 og 7 á Landspítala.

By apríl 26, 2017maí 4th, 2017No Comments

Frá stjórnarfundi FL þann 26.04.2016

Stjórn Félags lífeindafræðinga lýsir yfir miklum áhyggjum vegna heilsu lífeindafræðinga og annarra sem starfa í rannsóknarhúsum 6 og 7 á Landspítala. Húsin hýsa hluta Sýkla- og veirufræðideildar og litningarannsóknir en þau voru byggð til bráðabirgða árið 1976. Nýleg úttekt Landspítala sýnir fram á að húsin eru svo illa farin af myglu og raka að jafna verður þau við jörðu og byggja ný. Þann 21. mars kemur fram í pistli forsjóra Landspítala, Páls Matthíassonar, að búið sé að stofna starfshóp sem finna á viðunandi lausn á málinu og það eigi að gerast með hraði og fögnum við því mjög að Landspítali sé að vinna að lausn á málinu. Það er hins vegar ekkert launungarmál að lengi hefur verið vitað um myglu í húsnæðinu og enn hefur ekki fundist lausn þó vandinn hafi verið þekktur um langa hríð. Við skorum því á Landspítala að gera það að algjöru forgangsverkefni að gera viðunandi úrbætur á starfsaðstöðu þeirra sem starfa í húsum 6 og 7 hjá Landspítala.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-