Skip to main content
Fréttir

Þjónusta við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaun – umræðufundur

By mars 16, 2017maí 4th, 2017No Comments

Félag lífeindafræðinga bendir áhugasömum félagsmönnum á opinn fund Fag- og kynningarmálanefndar BHM þann 5. apríl nk. um þjónustu bandalagsins og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur. Yfirskrift fundarins er „Brúum bilið! – þjónusta BHM og aðildarfélaga við félagsmenn sem komnir eru á eftirlaunaaldur“. Fundurinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 11:30–13:00.
   


Dagskrá 

11:30 Setning – Steinunn Bergmann, formaður fag- og kynningarmálanefndar

11:40 Starf Þroskaþjálfafélags Íslands með eldri félagsmönnum og þjónusta félagsins við þá ‒ Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður ÞÍ

11:50 Starf Félagsráðgjafafélags Íslands með eldri félagsmönnum og þjónusta félagsins við þá ‒ Steinunn Bergmann, varaformaður FÍ

12:00 Starf Ljósmæðrafélags Íslands með eldri félagsmönnum og þjónusta félagsins við þá ‒ Áslaug Valsdóttir, formaður LMFÍ

12:10 Reglur Orlofssjóðs BHM um réttindi lífeyrisþega ‒ Margrét Þórisdóttir, rekstrarstjóri OBHM

12:20 Umræður: Hvað eiga aðildarfélögin og BHM að gera fyrir félagsmenn sem náð hafa eftirlaunaaldri?

12:55 Lokaorð ‒ Steinunn Bergmann, formaður fag- og kynningarmálanefndar

 

Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrirfram á vef BHM, sjá hér.
Allir áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni.