Félag lífeindafræðinga og Landspítali hafa undirritað nýjan stofnanasamning sem felur í sér ráðstöfun á 1,65% hækkun vegna menntunarákvæða sem útfæra átti skv. gerðardómi í stofnanasamningum. Aðilar ákváðu að breyta mati á menntun í takt við það sem gerðardómur kvað á um og er útfærslan á samningnum frekar flókin fyrir vikið, en breyta þurfti skilgreiningum bæði á flokkum og þrepum í launasetningu lífeindafræðinga á LSH. Vægi grunnmenntunar er aukið í launasetningunni (sólarlagsþrep/ótilgreint þrep er fært inn í grunnlaunasetningu) og vægi viðbótarmenntunar útfært í samræmi við gerðardóm. Þetta verður til þess að launasetning allra lífeindafræðinga breytist, þ.e.a.s. gildin á bak við flokkana og þrepin breytast hjá öllum. Sumir lífeindafræðingar verða ekkert varir við þessar breytingar, aðrir lífeindafræðingar hækka vegna breytinga á vægi menntunar í launasetningu.
Í nokkuð einfölduðu máli er útfærslan þessi:
Samningurinn var undirritaður þann 21. desember en breytingar á launasetningu eru afturvirkar frá júní 2016. Reikna má með að breytt launasetning verði leiðrétt með launakeyrslu í janúar/febrúar. Athugið að tilfærslur geta verið á milli flokka/þrepa í launasetningu lífeindafræðinga en enginn lífeindafræðingur á að lækka í launum (krónutölu) við þessar breytingar.
Það er sérstakt ánægjuefni að nýútskrifaðir lífeindafræðingar hækka til framtíðar við þessar breytingar um 5% frá þeirri launaröðun sem verið hefur í gildi. Kynningarfundur verður haldin í janúar 2017, auglýst síðar.