Skip to main content
FréttirKjaramál

Nýr stofnanasamningur undirritaður á LSH

By desember 28, 2016No Comments

Félag lífeindafræðinga og Landspítali hafa undirritað nýjan stofnanasamning sem felur í sér ráðstöfun á 1,65% hækkun vegna menntunarákvæða sem útfæra átti skv. gerðardómi í stofnanasamningum. Aðilar ákváðu að breyta mati á menntun í takt við það sem gerðardómur kvað á um og er útfærslan á samningnum frekar flókin fyrir vikið, en breyta þurfti skilgreiningum bæði á flokkum og þrepum í launasetningu lífeindafræðinga á LSH. Vægi grunnmenntunar er aukið í launasetningunni (sólarlagsþrep/ótilgreint þrep er fært inn í grunnlaunasetningu) og vægi viðbótarmenntunar útfært í samræmi við gerðardóm. Þetta verður til þess að launasetning allra lífeindafræðinga breytist, þ.e.a.s. gildin á bak við flokkana og þrepin breytast hjá öllum. Sumir lífeindafræðingar verða ekkert varir við þessar breytingar, aðrir lífeindafræðingar hækka vegna breytinga á vægi menntunar í launasetningu.

Í nokkuð einfölduðu máli er útfærslan þessi:

Samningurinn var undirritaður þann 21. desember en breytingar á launasetningu eru afturvirkar frá júní 2016. Reikna má með að breytt launasetning verði leiðrétt með launakeyrslu í janúar/febrúar. Athugið að tilfærslur geta verið á milli flokka/þrepa í launasetningu lífeindafræðinga en enginn lífeindafræðingur á að lækka í launum (krónutölu) við þessar breytingar.

Það er sérstakt ánægjuefni að nýútskrifaðir lífeindafræðingar hækka til framtíðar við þessar breytingar um 5% frá þeirri launaröðun sem verið hefur í gildi. Kynningarfundur verður haldin í janúar 2017, auglýst síðar.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-