Skip to main content
Fréttir

Lífeindafræðingar hlutu samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins

By júní 4, 2024No Comments

Á nýliðnum aðalfundi Krabbameinsfélagsins, 25.5.2024, var veitt samfélagsviðurkenning til starfsfólks sjúkrahúsa fyrir að

„leggja sig fram, gera sitt besta og örlítið meira en það
fyrir fólk sem er að takast á við krabbamein.“

Viðurkenningin var afhent 15 fagstéttum, þar á meðal lífeindafræðingum. Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur, tók við viðurkenningunni fyrir hönd lífeindafræðinga en hún hefur sjálf komið mjög að fyrstu greiningu leghálskrabbameinagreininga (frumgreiningu) og átti farsælan og langan starfsferil hjá Krabbameinsfélaginu.

Félag lífeindafræðinga óskar öllu félagsfólki sínu til hamingju með samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins og þakkar fyrir störf þeirra og hinna 14 fagstéttanna. Við tökum undir með Krabbameinsfélaginu sem sagði:

„Í krabbameinsmeðferð er fólk, ásamt sínum nánustu, að takast á við ein erfiðustu verkefni lífs síns, jafnvel upp á líf og dauða. Á þeim tíma leikur starfsfólk sjúkrahúsanna algert lykilhlutverk í lífi fólks sem leggur allt sitt traust á það.

Hluti af starfsfólkinu er mjög sýnilegt meðan aðrir vinna sína vinnu bak við tjöldin. Allir í keðjunni eru hins vegar ómissandi ef árangur á að nást.“