Skip to main content
Fréttir

Kjaraviðræður við ríkið – staða samninga

Kjarasamningar við ríkið losnuðu 1. apríl sl. Í lok júní lagði samninganefnd ríkisins til að gert yrði hlé á kjaraviðræðum í júlí og að viðræðuáætlanir væru endurskoðaðar með tilliti til þess. Formenn BHM félaganna hafa nú undirritað endurskoðaðar viðræðuáætlanir við SNR. Samkvæmt þeim er stefnt að því að kjarasamningar náist eigi síðar en 15. september 2019. 21 aðildarfélag BHM fer með samningsumboð við SNR fyrir hönd félagsmanna sinna.

Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á viðræðum við SNR mun ríkið greiða starfsfólki sínu eingreiðslu að upphæð kr. 105.000 1. ágúst nk. Greiðslan er hluti af kostnaðarmati væntanlegs kjarasamnings en með henni eru þó ekki lagðar línur um launahækkanir í væntanlegum kjarasamingum aðildarfélaganna.