Skip to main content
Fréttir

Haustfundur Félags lífeindafræðinga

By september 19, 2024No Comments

Félag lífeindafræðinga boðar til haustfundar þann 4. október 2024, kl.16:30 að Borgartúni 27, Reykjavík.

Húsið opnar kl.16.

Einnig verður boðið upp á rafræna þátttöku, slóð á fund verður send út daginn fyrir fund.

Dagskrá fundar:
  1. Setning fundar.
  2. Upplýsingar frá samninganefnd FL. Eva Hauksdóttir fer yfir yfirstandandi samningaviðræður við SNR.
  3. Kjör samninganefndar FL.
    Hér með er óskað eftir framboðum eða tilnefningum í samninganefnd FL fyrir komandi haustfund. Í samninganefnd þurfa vera 3-7 fulltrúar. Best er ef fulltrúar í samninganefnd koma frá mismunandi stofnunum og því hvetjum við þá sem hafa áhuga á kjaramálum bjóða sig fram. Framboð sendist á netfangið [email protected].
  4. Kynning á og kosning í tímabundna nefnd um skilgreiningu á störfum lífeindafræðinga.
    Hér með er óskað eftir framboðum eða tilnefningu í nefnd sem ætlað er rýna í skilgreiningu á störfum lífeindafræðinga. Í nefndinni þurfa vera lágmarki fimm fulltrúar. Best er ef fulltrúarnir komi frá mismunandi sérsviðum lífeindafræðinnar og því hvetjum við alla bjóða sig fram. Framboð sendist á netfangið [email protected].
  5. Kynning:
    1. Sjóðir FL og BHM
    2. Nýjungar á heimasíðu
    3. Nordic guest membership
      6. Önnur mál:
                 1. Þakkir til fyrrum stjórnarmeðlima 
                 2. Kynning á næstu IFBLS ráðstefnu 
                 Ef félagsfólk FL býr yfir einhverjum málum sem það vill taka upp undir önnur mál þá er hægt senda póst um það á [email protected] eða biðja um orðið þegar það verður laust undir þessum lið.

loknum fundi býður FL upp á pizzur, drykki og pubquiz.

Við hvetjum allt félagsfólk okkar til mæta og taka virkan þátt í starfi félagsins

Skráning á fundinn fer fram á netinu en nánari upplýsingar um skráningu voru sendar út í tölvupósti, ásamt fundarboði.