Skip to main content
Nemar

Fyrsta úthlutun úr Hvatningarsjóði FL

By júní 25, 2009nóvember 15th, 2018No Comments

Félag lífeindafræðinga stofnaði hvatningarsjóð árið 2007 í þeim tilgangi að styrkja nemendur fyrir framúrskarandi námsárangur og til að hvetja nemendur til frekara náms.

Fyrstu styrkirnir voru veittir úr sjóðnum 23. júní sl. og bauð félagið nýútskrifuðum nemendum til móttöku af því tilefni. Arna Antonsdóttir formaður félagsins kynnti þeim sögu lífeindafræðinga hér á landi sem og hugmyndafræði og sögu félagsins.

Sigrún Stefánsdóttir fulltrúi sjóðstjórnar veitti Sigríði Selmu Magnúsdóttur 150.000 króna styrk fyrir frábæran árangur í diplómanámi og Pálínu Fanneyju Guðmundsdóttur sömu upphæð fyrir frábæran árangur á BS prófi.

Sjá líka frétt á Háskólavefnum.

Sigríður Selma t.v. og Pálína Fanney t.h.

hvatningarsj_2009