Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri rennur út þann 5. júní 2012.
Sjá auglýsingu í pdf. :
framhaldsnam_i_heilbrigdisvisindum_auglysing_h2012.pdf
Hér er bein slóð inn á umsóknareyðublöðin og fleiri upplýsingar.
http://www.unak.is/namid/page/umsokn_frhheilbrigdi/
http://www.unak.is/heilbrigdisvisindasvid/page/framhaldsnam_i_heilbrigdisvisindum
Hér er yfirlit yfir þau áherslusvið sem í boði eru
Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor leiðir almennt svið. Nemendur velja sér þema þegar þeir eru búnir með tvö námskeið í náminu og taka valnámskeið til að undirbyggja meistaraverkefni sitt.
Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent leiðir fræðasviðið um öldrun. Kjarnanámskeiðið í því námi er Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi, þar sem sjónum er beint að heilbrigði, virkni og vellíðan aldraðra.
Dr. Árún Kristín Sigurðardóttir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs leiðir fræðasvið með áherslu á langvinna sjúkdóma. Kjarnanámskeiðið í því námi er Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman.
Dr. Snæfríður Þóra Egilson, prófessor (með áherslu á börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra), og Guðrún Pálmadóttir, dósent, (með áherslu á endurhæfingu og eflingu fullorðinna) leiða Fræðasvið um fötlun og endurhæfingu. Kjarnanámskeiðin á því sérsviði eru Endurhæfing, efling og lífgæði og Fötlun og samfélag.
Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir, dósent, leiðir fræðasvið með áherslu á krabbamein og líknandi meðferð og ber kjarnanámskeiðið í því námi sama heiti, þ.e. Krabbamein og líknandi meðferð.
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, leiðir fræðasvið á sviði stjórnunar innan heilbrigðisþjónustunnar, með áherslu á þjónandi forystu. Kjarnanámskeiðið á þeirri námsleið er Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun.