
Félag lífeindafræðinga afhenti viðkenningar úr Hvatningarsjóði félagisns fyrir besta námsárangur í B.Sc. lífeindafræði 2021. Alda Margrét Hauksdóttir formaður FL afhenti viðurkenningar 16. júní síðastliðinn.
Þær sem hlutu verðlaunin í ár eru Svandís Davíðsdóttir sem varð efst (til vinstri) og Ragnheiður Olga Jónsdóttir sem varð næstefst (í miðju) auk Öldu Margrétar. Félagið óskar þeim innilega til hamingju.