Skip to main content
Fréttir

Ábending vegna fréttar á MBL.is

By desember 14, 2015desember 16th, 2016No Comments

Vegna greinar sem birtist á vef morgunblaðsins þann 9.12 2015 og ber yfirskriftina Laun í heilbrigðisgeira hækka um allt að 24%.

Sannarlega er hægt að setja fram þá fullyrðingu að greidd heildarlaun lífeindafræðinga séu tæplega 24% hærri á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrir árið 2014. Þessar upplýsingar má finna á vef fjármálaráðuneytisins hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/verkefni/starfsmenn_rikisins/kjarasamningar/medallaun/

Slík gagnrýnislaus túlkun á tölum gefur hins vegar villandi mynd af raunveruleikanum. Verkfall Félags lífeindafræðinga frá 8:00-12:00 dagana 7.apríl 2015 til og með 13.júní 2015 hefur umtalsverð áhrif á þessar tölulegu upplýsingar sem ekki koma fram hjá félögum sem ekki voru í virkum verkfallsaðgerðum. Til dæmis má sjá að stöðugildi í maí 2015 eru helmingi færri en eðlilegt getur talist vegna verkfallsins.

Eðli starfa lífeindafræðinga hjá ríkinu er einnig með þeim hætti að mikil vinna fer fram utan hefðbundins dagvinnutíma auk þess sem allri bráðaþjónustu var að sjálfsögðu sinnt á verkfallstíma. Þetta leiðir til þess að það lítur út eins og heildarlaun hafi hækkað verulega þá mánuði sem verkfall stóð yfir. Eðlilegra hefði verið í slíkri fullyrðingu sem blaðamaður heldur fram að bera saman laun fyrstu þriggja mánaða ársins og sleppa apríl, maí og júní 2015. Sé það gert sést að heildarlaun lífeindafræðinga á fystu þrem mánuðum ársins 2015 eru 0,4% hærri en greidd heildarlaun árið 2014.

Formaður Félags lífeindafræðinga
Gyða Hrönn Einarsdóttir