Skip to main content
ErlentNemar

Styrkur til lífeindafræðinema á NML2017 – auglýsing frá Fræðslusjóði FL

Auglýsing um fjárstyrk fyrir lífeindafræðinema á norðurlandaráðstefnu lífeindafræðinga.

Stjórn Vísinda- og fræðslusjóðs FL hefur ákveðið að bjóða tveimur nemendum í lífeindafræði eða nýútskrifuðum lífeindafræðingum styrk til að sækja stúdentahluta norðurlandaráðstefnu NML í Helsinki dagana 5-7 október 2017.

Heildarupphæð styrkveitingar verður: 140.000 ISK hvor styrkur.

 

Sjóðsstjórn setur ákveðin skilyrði fyrir styrkveitingunni, þau eru eftirfarandi:

  1. Styrkþegi þarf að hafa nemaaðild að Félagi lífeindafræðinga
  2. Styrkþegi þarf að hafa samþykkt ágrip á ráðstefnuna
  3. Ef umsækjendur verða fleiri en tveir mun úthlutun stykja ráðast af eftirfarandi:
  • Samþykkt ágrip sem verður einnig flutt sem munnlegt erindi raðast ofar en ágrip sem eingöngu er birt sem veggspjald
  • Nemandi sem er lengra komin í námi gengur fyrir nema sem er styttra komin í námi.

 

Sjá nánari upplýsingar um Student Forum: http://www.nml2017.fi/studentforum.html

 

Umsóknir um styrkinn skulu sendar á umsóknareyðublaði Fræðslusjóðs FL sem finna má á heimasíðu félagsins til  [email protected] fyrir 1.júní 2017.  Í viðbótarupplýsingum þarf að koma fram hversu langt nemandi er kominn í námi sínu, heiti ágrips, rökstuðningur fyrir því af hverju viðkmandi nemi ætti að hljóta styrkinn og hvernig hann mum eftir þingið nýta sér það sem hann hefur lært á þinginu.

 

Við minnum á að lokadagur til að skila ágripi á NML2017 ráðstefnuna er 31.05.2017.

 

PDF skjal með auglýsingunni er að finna hér: Styrkur til lífeindafræðinema á NML2017