Skip to main content
FagmálNemar

Úthlutun hvatningarsjóðs 2017

Í gær, þann 8. júní fór fram úthlutun úr hvatningarsjóði félagsins en tilgangur hans er að veita þeim lífeindafræðingum viðurkenningu og hvatningu sem skarað hafa fram úr á einhvern máta í námi í lífeindafræði og þannig styrkja tengsl Félags lífeindafræðinga við Geisla- og lífeindafræðiskor í Háskóla Íslands. Hófið var vel sótt af nemum, kennurum og auk þess var að þessu sinni nokkur fjöldi fjölskyldumeðlima verðlaunahafanna sem sótti hófið og var það mjög ánægjulegt.

Að þessu sinni voru það þær Eva Hauksdóttir sem fékk fyrstu verðlaun, 300.000 kr, en hún var með hæstu einkunn á B.Sc prófi að þessu sinni. Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir og Harpa Sif Halldórsdóttir voru svo hnífjafnar með næsthæstu einkunn á B.Sc prófi og fengu báðar önnur verðlaun að upphæð 100.000 kr.

Hér má sjá verðlaunahafa hvatningarsjóðs að þessu sinni og óskum við þeim, sem og öðrum lífeindafræðinemum sem eru að ljúka B.Sc, Diplóma eða M.S prófi um þessar mundir hjartanlega til hamingju með árangurinn, og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.