Skip to main content
Kjaramál

Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Land

By janúar 18, 2013desember 16th, 2016No Comments

FLOG, Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Grunnlaun lífeindafræðinga á Landspítala eru nú 259.694 krónur á mánuði eftir fjögurra ára háskólanám. Ekki aðeins hafa þessi kjör áhrif á starfsval nýútskrifaðra lífeindafræðinga heldur einnig á námsval stúdenta. Margir hættu lífeindafræðinámi síðastliðið haust vegna umræðu um bág kjör lífeindafræðinga á Landspítala. Nýliðun í stéttinni er lítil enda stunda fáir nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Síðustu ár hafa einungis 6 að meðaltali fengið starfsleyfi á ári hverju. Starfstéttin, sem áður kallaðist meinatæknar, hefur elst og á næstu árum mun fjöldinn allur komast á eftirlaunaaldur. Með þessu áframhaldi mun Landspítalinn standa frammi fyrir skorti á lífeindafræðingum og þar með vel menntuðu og hæfu starfsfólki til að sinna þeirra störfum.

FLOG hvetur starfandi lífeindafræðinga á Landspítalanum til að fylkja áfram liði á fundi um kjaramál og berjast fyrir bættum kjörum.

M.kv.
Silja Rut Sigurfinnsdóttir, formaður FLOG og nemi á 3. ári í lífeindafræði