Skip to main content
Kjaramál

Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Land

By janúar 18, 2013desember 16th, 2016No Comments

FLOG, Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Grunnlaun lífeindafræðinga á Landspítala eru nú 259.694 krónur á mánuði eftir fjögurra ára háskólanám. Ekki aðeins hafa þessi kjör áhrif á starfsval nýútskrifaðra lífeindafræðinga heldur einnig á námsval stúdenta. Margir hættu lífeindafræðinámi síðastliðið haust vegna umræðu um bág kjör lífeindafræðinga á Landspítala. Nýliðun í stéttinni er lítil enda stunda fáir nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Síðustu ár hafa einungis 6 að meðaltali fengið starfsleyfi á ári hverju. Starfstéttin, sem áður kallaðist meinatæknar, hefur elst og á næstu árum mun fjöldinn allur komast á eftirlaunaaldur. Með þessu áframhaldi mun Landspítalinn standa frammi fyrir skorti á lífeindafræðingum og þar með vel menntuðu og hæfu starfsfólki til að sinna þeirra störfum.

FLOG hvetur starfandi lífeindafræðinga á Landspítalanum til að fylkja áfram liði á fundi um kjaramál og berjast fyrir bættum kjörum.

M.kv.
Silja Rut Sigurfinnsdóttir, formaður FLOG og nemi á 3. ári í lífeindafræði

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-