Skip to main content
Fagmál

Starf við rannsóknir – meistaraverkefni

By ágúst 4, 2009nóvember 15th, 2018No Comments

Við leitum að líffræðingi, lífefnafræðingi eða lífeindafræðingi til starfa við rannsóknarverkefnið: „Arfgengar og starfrænar orsakir einstofna mótefnahækkunar og skyldra B-eitilfrumusjúkdóma“. Ætlunin er að ráða í starf í haust með það fyrir augum að skipuleggja meistaraverkefni sem hæfist um áramót.

Verkefnið hófst í núverandi mynd vorið 2006 og er styrkt af Markáætlun RANNÍS um erfðafræði í þágu heilbrigðis. Einn meistaranemi útskrifaðist 2008, annar byrjaði ársbyrjun 2009 og nú er ætlunin að bæta þeim þriðja við. Rannsóknarverkefninu er stjórnað af prófessor í frumulíffræði við læknadeild Háskóla Íslands og tveimur blóðmeinafræðingum. Einnig starfar með okkur lífeindafræðingur að hluta og samstarf er m.a. við litningarannsóknadeild LSH og NimbleGen.

Verkefnið í hnotskurn: Sjúkdómar sem lýsa sér með afbrigðilegri einstofna fjölgun á frumum sem framleiða mótefni geta legið í ættum. Fundist hafa 8 slíkar fjölskyldur á Íslandi og skapa þær efnivið til leitar að arfgengum og starfrænum orsökum þessara sjúkdóma.
Staðan nú: Fundist hefur starfrænt afbrigði sem nú er verið að rannsaka frekar með frumuræktunarlíkani sem líkir eftir aðstæðum við B-eitilfrumusvörun í líkamanum.

Auglýst starf: Starfshlutfall, vinnutími og launakjör eftir samkomulagi. Í ágúst verður aftur safnað sýnum. Væntanlegum starfsmanni er meðal annars ætlað að einangra RNA og undirbúa sýni fyrir örflögugreiningu á genatjáningu hjá NimbleGen. Þegar fyrstu niðurstöður liggja fyrir seinna í haust verða á grundvelli þeirra teknar ákvarðanir um framhaldið og skilgreint meistaraverkefni um miðjan október.

Upplýsingar veita (vinsamlegast sendið fyrirspurnir á öll 3 netföngin vegna sumarleyfa):
Helga M. Ögmundsdóttir, [email protected]
Hlíf Steingrímsdóttir, [email protected]
Vilhelmína Haraldsdóttir, [email protected]

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-