Skip to main content
Fréttir

Söguleg stund.

By júní 1, 2012nóvember 15th, 2018No Comments

Við fengum senda þennan bráðskemmtilega pistil og mynd frá Guðmundi Bjarka Halldórssyni, lífeindafræðingai á Sjúkrahúsinu á Akranesi og vildum deila honum með ykkur.

lifeindafraedingar_kk

Datt í hug að senda ykkur mynd af sögulegum viðburði. Að staðaldri erum við tveir karlkyns lífeindafræðingar á Skaganum. Í sumar vill svo til að við fengum karlkyns lífeindafræðing sem afleysara, auk karlkyns lífeindafræðinema. Í gær kom svo Sigurður H Sigurðarson lífeindafræðingur frá Medor í heimsókn og ákváðum við því að taka þessa mynd sem fylgir hér í viðhengi.

Frá vinstri: Guðmundur Bjarki Halldórsson, Sigurður H Sigurðarson, Ásgeir Kristjánsson, Eyjólfur Harðarson og Pétur Ingi Jónsson.

Kveðja, Bjarki.