Í dag, 17.12.2024, á fimmta fundi með ríkissáttasemjara skrifaði samninganefnd FL undir samning við ríkið. Samningar hafa verið lausir frá 31. mars.
Samningurinn verður kynntur félagsfólki FL, sem starfar hjá ríkinu, á morgun, miðvikudaginn 18.12.2024, kl.13 og aftur kl.16:15. Fundarboð á báðar kynningar hafa verið send á félagsfólk FL, sem starfar hjá ríkinu. Ef þú hefur ekki fengið fundarboð eða þekkir einhvern sem hefur ekki fengið fundarboð, en telur eiga rétt á fundarboði, vinsamlegast hafið samband við FL í gegnum [email protected].
Kosning um samninginn hefst kl.14 á morgun, miðvikudaginn 18.12.2024, og lýkur sólarhringi síðar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá frá vinstri: Lóa Björk Óskarsdóttir, varaformaður FL, Eva Hauksdóttir, formaður FL, Arna Óttarsdóttir, Inga Stella Pétursdóttir, Freyja Valsdóttir, Heiða Sigurðardóttir, samninganefndarkonur FL; Stefanía Jóna Nielsen, Atli Atlason, Einar Mar Þórðarson, varaformaður samninganefndar ríkisins, og Elsa B. Friðfinnsdóttir, nefndarfólk samninganefndar ríkisins.