Skip to main content
Fréttir

Haustfundur Félags lífeindafræðinga 2025

By september 26, 2025No Comments

Föstudagurinn 10. október 2025 kl.16:30 að Borgartúni 27, Reykjavík

Húsið opnar kl.16

Einnig verður boðið upp á rafræna þátttöku, slóðin verður send út daginn fyrir fundar

Dagskrá fundar:
1. Setning fundar
2. Þakkir til fyrrum stjórnarmeðlima
3. Kjör samninganefndar FL

Formaður félagsins á fast sæti í samninganefnd félagsins, önnur sæti er kosið um
á haustfundi. Eftirfarandi hafa nú þegar gefið kost á sér til áframhaldandi starfa í
samninganefnd:

Arna Óttarsdóttir, Freyja Valsdóttir og Inga Stella Pétursdóttir.

Hér með er óskað eftir framboðum eða tilnefningum í samninganefnd FL fyrir komandi
haustfund. Í samninganefnd þurfa að vera 3-7 fulltrúar. Best er ef fulltrúar í
samninganefnd koma frá mismunandi stofnunum og því hvetjum við þá sem hafa áhuga
á kjaramálum að bjóða sig fram. Framboð sendist á netfangið [email protected]

4. Önnur mál
a. Kynning á sjóðum BHM
b. IFLBS fundur og ISCO
c. NML ráðstefnan 2025
d. Kynningar á fundum framundan

Ef félagsfólk FL býr yfir einhverjum málum sem það vill taka upp undir önnur mál þá er
hægt að senda póst á [email protected] eða biðja um orðið þegar það verður laust
undir þessum lið.

Að loknum fundi býður FL upp á pizzur, drykki og pubquiz.

Við hvetjum allt félagsfólk okkar til að mæta og taka virkan þátt í starfi félagsins
Skráning á fundinn fer fram á netinu: Haustfundur FL 2025 (google.com)
Vinsamlega skráið ykkur fyrir 7. október, ef breyta þarf skráningu hafið þá samband við
skrifstofu.

Félagið býður þeim lífeindafræðingum úti á landi sem vilja koma saman og fylgjast með
haustfundinum upp á að panta sér mat og einnig þeim á höfuðborgarsvæðinu sem eru
að vinna. Hafa skal samband við Gerði varaformann: [email protected]