Skip to main content
FréttirKjaramál

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 5. okt 2012

By október 5, 2012desember 16th, 2016No Comments

Fréttatilkynning

Lífeindafræðingar á Landspítala hafa lengi beðið eftir að lokið verði við þann hluta stofnanasamnings sem snýr að röðun í launaflokka. Við síðustu kjarasamninga 2011 var samið um endurskoðun stofnanasamnings en það hefur ekki gerst.

Rétt er að benda á að lífeindafræðingar fá ekki starfsleyfi fyrr en eftir 4 ára háskólanám. Launin sem sá starfsmaður fær á Landspítalanum eru 259.694 kr.

Yfirlýsingar um að kreppunni sé lokið hafa ítrekað komið fram í fjölmiðlum og því líta lífeindafræðingar svo á að nú sé rétt að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu sem stéttin hefur orðið fyrir.

Í síðustu viku hópuðust lífeindafræðingar á Landspítala saman fyrir utan Eiríksstaði þar sem samstarfsnefnd fundaði.
Í kjölfarið hafa lífeindafræðingar hist á fundum annan hvern dag og farið þar yfir stöðuna í samningamálum.

Næsti samstarfsnefndafundur verður haldinn 10. október á Eiríksstöðum og stefna lífeindafræðingar á að fjölmenna og krefjast þess að samið verði án tafar.

Við beinum þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hafa þetta í huga við gerð Fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013.