Skip to main content
FréttirKjaramál

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 5. okt 2012

By október 5, 2012desember 16th, 2016No Comments

Fréttatilkynning

Lífeindafræðingar á Landspítala hafa lengi beðið eftir að lokið verði við þann hluta stofnanasamnings sem snýr að röðun í launaflokka. Við síðustu kjarasamninga 2011 var samið um endurskoðun stofnanasamnings en það hefur ekki gerst.

Rétt er að benda á að lífeindafræðingar fá ekki starfsleyfi fyrr en eftir 4 ára háskólanám. Launin sem sá starfsmaður fær á Landspítalanum eru 259.694 kr.

Yfirlýsingar um að kreppunni sé lokið hafa ítrekað komið fram í fjölmiðlum og því líta lífeindafræðingar svo á að nú sé rétt að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu sem stéttin hefur orðið fyrir.

Í síðustu viku hópuðust lífeindafræðingar á Landspítala saman fyrir utan Eiríksstaði þar sem samstarfsnefnd fundaði.
Í kjölfarið hafa lífeindafræðingar hist á fundum annan hvern dag og farið þar yfir stöðuna í samningamálum.

Næsti samstarfsnefndafundur verður haldinn 10. október á Eiríksstöðum og stefna lífeindafræðingar á að fjölmenna og krefjast þess að samið verði án tafar.

Við beinum þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hafa þetta í huga við gerð Fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-