
GGB fundur EPBS var haldinn í Santiago De Compostela á Spáni fyrstu viku nóvember. Þar var ný stjórn kjörin og er formaður FL Alda Margrét Hauksdóttir komin í stjórn. Að þessu sinni eiga norðurlöndin allar konurnar í stjórninni. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn 7. nóvember.
Ný stjórn EPBS:
Forseti: Fernando Mendes (Portugal)
Ritari: Patrick Mulhare (Ireland)
Gjaldkeri: Neven Sucic (Croatia)
Meðstjórnendur:
Alda Margret Hauksdottir (Iceland) og Katja Wienmann Bramm (Denmark)
Student Forum Facilitator: Sophia Godau (Sweden)