
Aðalfundur Félags lífeindafræðinga 2013 var haldinn 15. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og stemming góð. Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem þrír stjórnarfulltrúar gengu úr stjórn og þrír nýir voru kjörnir í þeirra stað. Nýir fulltrúar eru Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, Íris Pétursdóttir og Olga Pétursdóttir.