Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur FL 2022

Stjórn FL boðar til aðalfundar Félags lífeindafræðinga, sjá nánar hér fyrir neðan. Dagská aðalfundar er hefðbundin aðalfundarstörf.

Framboðsfrestur til formanns Félags lífeindafræðinga rann út á miðnætti 10. mars sl. Eitt framboð barst frá Öldu Margréti Hauksdóttur núverandi formanni. Hún telst því sjálfkjörin til næstu tveggja ára.

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga verður haldinn
fimmtudaginn 7. apríl 2022 — kl. 16.30
Fundurinn er haldinn í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Einnig er boðið upp á rafræna þátttöku á Zoom,
slóð á fund verður send út daginn fyrir fund.

Formaður setur fundinn kl. 16:30 og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Fundarstjóri kynnir dagskrá Aðalfundar
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar félagsins
4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
5. Kosning stjórnar, nefnda og skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál

Boðið verður upp á veitingar að loknum fundi.

Við hvetjum ykkur kæru félagsmenn til að fjölmenna og taka virkan þátt í starfi félagsins okkar.
Við óskum eftir framboði til stjórnar og nefndarstarfa, einnig fögnum við góðum tillögum.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í sæti stjórnar eða nefndir eru beðnir að senda inn á [email protected] nafn sitt og í hvaða stjórn eða nefnd framboðið gildir.

Skýringar á þeim sætum sem vantar í,
Kosið verður í þrjú sæti stjórnar, tveir bjóða sig fram til endurkjörs en það vantar lífeindafræðingin í eitt sæti í stjórn.
Kosið verður í 1 sæti í Fræðslu, endurmenntunar- og ritnefndar
Kosið verður í 1 sæti í Kjaradeilusjóð
Kosið verður í 1 sæti Stjórnar Vísinda- og Fræðslusjóðs FL og Stjórnar Hvatningarsjóðs

Aðalfundagögn verða sett inn föstudaginn 25. mars 2022 á lokað svæði félagsmanna.

 

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-