Skip to main content
Nemar

Úthlutun hvatningarsjóðs 2024

By júní 20, 2024No Comments

Nýliðinn laugardag útskrifaðist 31 einstaklingur með B.Sc. gráðu í lífeindafræði, þrír með diplómugráðu í lífeindafræði og 11 með M.Sc. gráðu í lífeindafræði.

Fimmtudaginn 13.6.2024 fór svo fram úthlutun úr hvatningarsjóði félagsins. Tilgangur sjóðsins er að veita þeim nemendum í grunnnámi lífeindafræðinnar viðurkenningu og hvatningu sem skarað hafa fram úr á einhvern máta í námi í lífeindafræði og þannig styrkja tengsl Félags lífeindafræðingar við námsbraut í lífeindafræði í Háskóla Íslands.

Að þessu sinni var Helga Björg Þorsteinsdóttir sem fékk fyrstu verðlaun, 400.000 kr, en hún var með hæstu einkunn á B.Sc. prófi. Guðríður Elísa Pétursdóttir og Ingunn Ósk Grétarsdóttir voru svo mjög jafnar með næsthæstu einkunn á B.Sc. prófi og hlutu báðar önnur verðlaun að upphæð 250.000 kr.

Á myndinni má sjá verðlaunahafa hvatningarsjóðs að þessu sinni (f.v. Helga Björg, Guðríður Elísa og Ingunn Ósk) og óskum við þeim, sem og öðrum lífeindafræðinemum sem luku B.Sc., Diplóma eða M.Sc. prófi um nýliðna helgi, hjartanlega til hamingju með árangurinn, og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.