Nú er búið að opna fyrir innsendingu abstracta á norðurlandaráðstefnu NML sem haldin verður í Helsinki í október. Við hvetjum alla sem eru í vísindavinnu og eiga nýleg veggspjöld eða eru með tilbúin erindi að senda inn abstracta. Einnig viljum við beina því sérstaklega til diplóma- og meistaranema í lífeindafræði að senda inn efni. Skráning á ráðstefnuna opnar í maí. Heimasíðan ráðstefnunnar hefur nýlega verið opnuð og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðunni, en einnig er ráðstefnan með fésbókarsíðu sem við hvetjum ykkur til að finna og líka við til að fá nýjustu upplýsingar.