Föstudaginn 5. október sl. fengum við í hendur dóminn í máli FL gegn ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Málið vannst að fullu og fylgir dómurinn hér með í viðhengi þannig að þið getið sjálf lesið hann.
Við minnum á að í júní 2011 unnum við algjörlega sambærilegt mál sem farið var í vegna FSA. Núna erum við að velta því fyrir okkur hvort ríkið taki tvo dóma vegna sama máls sem fordæmisgefandi eða hvort það ætlar að berja hausnum við steininn og láta okkur lögsækja fyrir hvern spítalann á fætur öðrum. Það yrði þá til þess eins að eyða sameiginlegum fjármunum allra landsmanna.
Aftur í fréttalista